Palli litli mun sjá til þess að hlustendur FM Trölla fái að heyra nýja tónlist í dag.

Meðal þeirra sem koma fram í þættinum eru Madcin, Frode Rønli og Mia Gundersen, Hlynur Ben, Eiríkur Hauksson, Hipsumhaps, GREYSKIES, Mugison, Hr. Eydís og Herbert Guðmundsson, Ólafur Bjarki, HYLUR, Beyond Chicago og Majestic ásamt Alex Mills, The Rolling Stones, Purple Disco Machine og Duke Dumont ásamt Nothing But Thieves.

Gamla lagið, það verður með að sjálfsögðu.

Munið eftir að gleyma ekki þættinum sem er eins og áður hefur komið fram, klukkan 13 til 14 í dag á FM Trölla og á trölli.is

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.