Fasteignamiðlun kynnir eignina Túngata 35, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0980 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Túngata 35 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0980, birt stærð 147.3 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Sjá nánar á vefsíðu Fasteignamiðlunar: HÉR

Um er að ræða eign sem hefur verið endurnýjuð að töluverðu leyti en hins vegar haldið í upprunalegan stíl eins mikið og hægt er. Búið er að taka rafmagn, vatnslagnir, þak, bárujárn lagað og málað að utan,gluggar endurnýjaðir, pallur og skjólveggur byggður og heitur pottur settur í garð. Rifið var út úr kjallara og hann endurgerður að hluta. Baðherbergi var endurgert og sett sturta, upphengt klósett, vaskur og innrétting. Rafmagn var lagt inn í vegg og sett veggljós auk loftljósa, skipt um vatnslagnir og gólfin flotuð. Svefnherbergi í kjallara hefur verið uppgert með steyptum vegg og panel en sérútgangur er út úr eigninni úr herberginu. Nýjir sérsmíðaðir gluggar og hurðar eru í kjallara. Möguleiki er á að stúka annað herbergi af í kjallara. Rafmagnsofnar eru á neðri hæðinni. Á miðhæð eignarinnar var sett fljótandi parket fyrir utan baðherbergi en þar eru upprunalegar fjalir sem hafa verið pússaðar og lakkaðar. Innrétting í eldhúsi var smíðuð af eigendum en skápar eru opnir og efri skápar eru upprunalegir en uppgerðir. Baðherbergi hefur verið gert upp að hluta en baðkar var sett, nýtt klósett, vatnslagnir og nýr vaskur. Á efstu hæð eignarinnar var sett parket á gólf, nýr panell í loft og veggi og nýjir gluggar. Svefnherbergi á efstu hæðinni er undir súð en rúmgott. 

Nánari lýsing á eign: 
Gengið er inn á þremur stöðum í eigninni, tveimur stöðum í kjallara og inngang á miðhæð. Í kjallara er gengið inn í flísalagt andyri með fatahengi. Kjallari samanstendur af andyri, þvottahúsi, stofurými og baðherbergi. Mishæð er á gólfi í kjallara og því lægra til lofts á sumum stöðum. Timburstigi liggur á miðhæð eignarinnar sem hefur verið pússaður og málaður.  Miðhæð eignrinnar samanstendur af andyri, eldhúsi, mjög rúmgóðri stofu/borðstofu og baðherbergi. Gengið er inn í rúmgott andyri með fatahengi og hol sem er parketlagt. Eldhús er með góðu skápaplássi með efri og neðri skápum, vask, nýjum lögnum og blöndunartækjum, eldavél/ofn og opið inn í borðstofu. Stofa er stór og rúmgóð með góðu gluggaplássi og því góðu útsýni. Gengið er upp timburstiga úr holi/andyri á efstu hæð eignarinnar. Gott rými er undir súð þar sem búið er að stúka af svefnherbergi. Parket er á gólfi. Á lóð eigarinnar var geymsluskúr sem búið er að rífa. Ætlunin var að byggja upp skúr og var botninn steyptur og lagnir lagðar að. 

Andyri: er bæði í kjallara og miðhæð. Í kjallara er andyrið flísalagt með ljósum flísum en á miðhæð er parket. 
Eldhús: er á miðhæð eignarinnar og hefur verið endurgert að miklu leyti. Parket er á gólfi, innréttingar eru opnar, eldavél/ofn og vaskur. 
Stofa: er í kjallara og miðhæð eignarinnar. Gólfið í kjallara er flotað og ekki full lofthæð en parketlagt á miðhæð. 
Baðherbergi: eru tvö, eitt í kjallara og eitt á miðhæð. Í kjallara eru flísar á gólfi, bárujárn og panell á veggjum með sturtu, vask og upphengdu klósetti. Á miðhæð er gólftengt klósett, vaskur og baðkar. Panell á veggjum og gólffjalir. 
Svefnherbergi: eru tvö, eitt í kjallara með flotuðu gólfi og panel á veggjum. Hitt er á efstu hæð með parket á gólfi og panel á veggjum og er að að hluta undir súð. 
Þvottahús: er í kjallara eignarinnar. Gólf er flotað.
Garður: er gróinn með palli og skjólveggjum. Einnig er heitur pottur. 
Bílskúr/gistiskúr: Möguleiki er að byggja upp skúrinn en grunnur hefur verið steyptur og lagnir lagðar að. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali