Á 725. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var í gær var eftirfarandi fært til bókar.

Lagt er fram bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 er varðar úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021/2022. Í bréfinu er sveitarfélaginu gefin frestur til 21. janúar n.k. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur vegna úthlutunar. Einnig eru lagðar fram leiðbeiningar ráðuneytisins um sérreglur byggðakvóta og auglýsing fyrra fiskveiðiárs varðandi sérreglur.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir rökstuddri umsögn frá útgerðar- og vinnsluaðilum í sveitarfélaginu sem hyggjast veiða og vinna byggðarkvóta, um sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bókun bæjarráðs til allra hagaðila.

Umsagnir þurfa að berast til sveitarfélagsins fyrir 10. janúar. nk. umsagnir verða birtar á vef sveitarfélagsins.

 Umsagnir skulu sendar í netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is merktar, Byggðakvóti 2021/2022, umsögn, í efnislínu pósts.