Hafin er söfnun undirskrifta til að berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja.

Með stöðugt aukinni meðvitund almennings um heilbrigt líferni fjölgar þeim stöðugt sem ná hærri aldri en forfeður þeirra. Þetta þýðir að hlutfall aldraðra í mörgum samfélögum hækkar og þess vegna þarf meiri fjármuni til að mæta þörfum þeirra í heildina. Þessu virðast stjórnvöld ekki átta sig á, þannig að þrýstingur á stjórnvöld frá ýmsum hópum eykst jafnt og þétt.

Nú er búið að opna fyrir undirskriftalista þar sem fólk getur sett nafn sitt á lista til að styðja þetta verðuga málefni.

Listinn ber yfirskriftina ENGAN SKORT Á EFRI ÁRUM en þar segir meðal annars:

Lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Ætlunin er að knýja fram það háan lífeyri að aldraðir geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum.

Undirskriftalistinn er opinn: 27.08.2018 – 08.10.2018

Undirskriftalisti er ekki til á pappír

Leyfilegir þátttakendur: Aldursbil 18 – 110

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: Pixabay