Hljómsveitin Systur sem saman stendur af systurunum Siggu, Betu og Elínu undirritaði nýlega samning um dreifingu þriggja smáskífna við Öldu Music. Systur urðu til eftir að Lovísa, einnig þekkt sem Lay Low valdi þær til að flytja lag sitt Með hækkandi sól í Söngvakeppni Sjónvarpsins og síðan sem framlag Íslands í Eurovision.

Lovísa er eins konar ljósmóðir nýrrar stefnu hjá systrunum þremur sem hafa áður starfað undir merkjum Sísí Ey. Í gegnum Eurovision fundu þær að þjóðlagaskotin sveitatónlist stendur hjarta þeirra nærri. Þær áttu þær nokkur demo í sínum fórum sem þær drógu fram þegar þær byrjuðu að huga að plötugerð.

„Við erum að þróa nýjan stíl og draga fram lög sem okkur finnst mög vænt um. Við erum spenntar að fá Öldu Music með okkur sem dreifingaraðila í þessu þróunarferli hjá okkur og hlökkum til við vinna með Ingrooves líka sem er alþjóðlegi armur þeirra.”

Systur senda frá sér sína fyrstu smáskífu 23. september nk. sem nefnist Dusty Road. Lagið er samið af Elínu Ey og Þorleifi Gauk úr Kaleó. Hljóðfæraleikarar á upptökunum eru Sigga Ey, Beta Ey, Þorleifur Gaukur og ásamt Systrum þá ljáir Lay Low rödd sína í sönginn. Lagið er tekið upp í Studio EG og raddir í Hljóðrita. Grammy verðlaunahafinn, Eric Zobler hljóðblandaði lagið en hann hefur unnið með stjörnum á borð við Miles Davis, Matalie Cole, Whitney Houston svo fáeinir séu nefndir.

Miðasala:

https://tix.is/is/event/13697/systur-a-fer-um-landi-/


Mynd: Rut Sig.