Laugardaginn 23. júlí 2022 verða Trilludagar haldnir á Siglufirði eftir tveggja ára covid hlé.

Á Trilludögum er gestum og gangandi boðið upp á siglingu út á fjörðinn fagra þar sem rennt er eftir fiski.

Á bryggjunni standa vaskir Kiwanismenn vaktina við að flaka ferskan fiskinn og grilla. Að auki er boðið upp á pylsur og drykki.

Tónlistin mun óma á bryggjunni, hoppukastali verður fyrir börnin og skemmtun á Trillusviðinu. Um kvöldið verður svo haldið Bryggjuball.

Skipulagðir viðburðir og dagskrá Trilludaga á bryggjusvæði er í boði Fjallabyggðar.