Á 300. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var lögð fram umsókn Kolbeins Óttarssonar Proppé þar sem hann óskar f.h. Leyningsáss ses, eftir breytingum á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Skarðsdal.

Helsta breytingin felst í uppsetningu diskalyftu fyrir ofan fyrirhugað bílastæði og aðlögun svæðisins að því sbr. breytingaruppdrátt sem unninn var hjá Eflu verkfræðistofu dags. 16.6.2023.

Umsókninni var vísað afgreiðslu bæjarstjórnar og samþykkti nefndin breytingu á deiliskipulagi.

Breytingin telst óveruleg og verður afgreidd í samræmi við 2. og 3. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda verður fallið frá grenndarkynningu.

Mynd/Steingrímur Kristinsson