Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að það skeri í augu að það sem af er þessum nóvembermánuði er úrkoma aðeins 5-6% af meðaltali mánaðarins. Eða ekki nema 2,6 mm.  Það er nánast ekki neitt.  Áhugaverð breyting, því í október var heildarúrkoman allt að því 100 mm og langt umfram meðallag.  Munum að þá snjóaði einhver lifandis býsn um tíma.

En það sem meira er að spáin fyrir næstu viku og í raun restina af mánuðinum gerir eindregið ráð fyrir því að þurri kaflinn haldist og að ekkert bætist við.  Mögulega smá él síðasta dag nóvember (laugardagur) en allt eins víst að sú úrkoma teljist til desember skv. reglum um skiptingu. Þ.e. ef einhver verður?  Þurra spáin fyrir Akureyri er hér:

https://blika.is/spa/26

Ekki svo óalgengt að mánaðarúrkoma á Akureyri sé minni en 5 mm. En það gerist helst síðla vors eða snemma sumars þegar hvað þurrast verður.

Í töflunni sem fylgir með að ofan sést að í nóvember var úrkoman minnst 3.0 mm 1950.  Vel kanna að vera að í ár haldist hún svipuð eða jafnvel minni. Eins og ævinlega þarf ekki merkilegt él eða bakka til að kollvarpa þessum samanburði algerlega.

Minnsta úrkoma á landinu í nóvember mældist á Bjarnarstöðum í Bárðardal 1942, þ.e. hún alls engin!  Ekki véfengt því í sama mánuði var úrkoma uppgefin 0,0 mm á Reykjahlíð við Mývatn (vottur af úrkomu í mæli fjóra daga). Á Akureyri hins ver 14mm þarna í nóv. á miðjum stríðsárunum.

 

Forsíðumynd: pixabay