Saga Hunnebostrand á sína byrjun í fiskveiðum og ekki minnst síldveiðum en á fyrri öldum kom og fór fólk allt eftir því hvort síldin lét sjá sig eða ekki í skerjagarðinum við vesturströnd Svíþjóðar. Um aldarmótin 1800 byrjar humarveiði sem Hollendingar hafa mikinn áhuga á, Svíarnir sjálfir höfðu þá engan áhuga á þessu krabbadýri.

Um 1840 byrjar síðan það tímabil sem hefur skilið hvað mest eftir sig í Hunnebostrand en það er granít-grjótnámuvinnsla þar sem allskyns byggingarefni í hús, bryggjur og götur er unnið úr hágæða rauð og gulleitu granítbergi sem er þarna í miklu magni út um allt.

(Meira um Granít á sænsku hér)

Síðan hefur Hunnebostrand líka lengi verið mjög þekktur ferðamannabær og þangað koma í dag yfir 10.000 frístundabátar á hverju sumri. Í dag búa þarna um 2.000 mans en íbúafjöldin margfaldast á sumrin með öllu því fólki sem á þarna sumarbústaði.

Bæjarstæðið er með eindæmum fallegt, umkringt háum granítklettum og minnir mig nokkuð á Fjällbacka sem á sér svipaða sögu. ( sjá grein og myndir hér: Siglfirðingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka)

 

Ofan við bílastæðin við nyrðri smábátahöfnina sér maður þetta flotta granítlistaverk sem heitir Nálin eftir Hubert Maier.

 

Það sem er oft svo einkennandi fyrir mörg af þessum litlu skerjagarðsþorpum er að gamlir bæjarkjarnar, bryggjur og gamlar verksmiðjur hafa fengið að standa og fengið nýtt hlutverk.

Einhverskonar umhverfis endurvinnsla ræður ríkum framyfir væntingar um nýtískulegar verslunarmiðstöðvar og hótel út um allt.

Greinarhöfundur var staddur þarna í vetrarstillu laugardaginn 5 janúar á háréttum tíma fyrir ljósmyndaáhugadelluna sem hefur fylgt með frá æskuárunum á Sigló.

Miðvetrasólin lá lágt á lofti og skapaði langa skugga og skemmtileg ljósablæbrigði og litadýrð sem lék um haf og granítkletta og endar í dásamlegu sólsetri úr hávesturátt kl. 15.30.

En nú látum myndirnar tala og segja restina af sögunni.

 

Húsin standa þétt í klettagjótum undir háum granítklettum.

 

Mávar á fundi uppí kirkjukrossinum sem lítur út eins og áttaviti.

 

Kirkjan er byggð 1911 og er í Norskum stafkirkjustíl.

 

Ekki mikið um að vera í smábátahöfninni í miðbænum um hávetur.

 

Vetrarstilluspeglun.

 

Við endum þessa myndseríu með heimsókn og sólarlagi í Uddens skulpturpark sem er listaverkagarður sem er staðsettur þar sem áður var stór og fræg granítgrjótnáma norðan við smábátahöfnina. Héðan kom meðal annars granít sem var notað í “Sigurboga” Adolfs Hitlers í Berlín og mikið af byggingarefni í hús og götur Gautaborgar.

Hér eru sýnd bæði ný og varanleg listaverk og á hverju sumri er verkum skipt út og ný verk eftir listamenn frá öllum heimsins hornum sýnd frá júní til lok september.

 

Inngangurinn við Uddens skulpturpark í Hunnebostrand.

 

Granít haus í vetrarsólinni, það leit út eins og að hann hafi rúllað fullskapaður út úr þessari grjótahnullunga hrúgu sem kom úr háu námuberginum þarna rétt fyrir ofan ströndina.

 

Dularfullt granítlistaverk.

 

Það er eins og það sé einhver hrollur í þessari nöktu granítkonu . Líklega ný komin úr sjóbaðinu sem er þarna rétt hjá.

 

Litríkir granítklettar með listaverk og sjáanleg spor efir námuvinnslu.

 

“Stenhugggare” Gömul risastór ljósmynd sýnir námuverkamenn liðins tíma.

 

BERG-SAUMASPOR hmm… útskýrir af hverju nálin stóra var þarna líka.

 

Fallegt útsýni út í skerjagarðinn.

 

Grótnámuklettaveggur og listaverk.

 

Þetta á nú líklega ekki að vera Jesús á Krossinum. Frekar Norðurlandabúi að faðma sólina, langaði sjálfum að standa svona og loka augunum og njóta miðvetrarsólskyns á stuttum degi.

 

Svanir, gömul steinbryggja og baðströnd sem er einmitt köllum “Stenbryggan” en gárungarnir í Hunnebostrand kalla þessa strönd Kerlingabaðkarið.

 

Sólarlag í Hunnebostrand kl. 15.30, 5 janúar 2019.

 

Hunnebostrand liggur í um 130 km fjarlægð norðan við Gautaborg.

 

Meira frá Hunnebostrand: ENDURVINNSLA: BROTAJÁRNS LISTAVERK

Upplýsingar, fleiri myndir og 4 st. skemmtileg “Dróna” myndbönd frá Hunnebostrand getur þú skoðað hér: Hunnebostrands samhällsförening og meira um sögu Hunnebostrand finnur þú hér: HUNNEBOSTRAND – en bygd med spännande historia

Kær kveðja.
Nonni Björgvins

 

LISTA YFIR AÐRAR GREINAR EFTIR JÓN ÓLAF BJÖRGVINSSON FINNUR ÞÚ HÉR.

TEXTI & LJÓSMYNDIR:
JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON