Föstudaginn 1. nóvember verður haldið krassandi konukvöld í Höllinni Ólafsfirði og verður mikið um dýrðir.

Þar verður Skarlett.is með hjálpartæki ástarlífsins, sexy undirföt á 20 – 40% afslætti og dagatölin vinsælu.  Ílit Snyrtistofa verður með til sölu snyrti-  og hárvörur og býður upp á afslátt af völdum vörum.

20 fyrstu konurnar sem mæta frá veglegan glaðning frá frá Scarlet.is og Ílit Snyrtistofu.

Húsið opnar kl. 20:00 og er frítt inn, bleikur fordrykkur í boði, allir sem versla vörur fá happadrættismiða og verður dregið úr veglegum vinningum í lok kvöldsins.

Eva Karlotta trúbbar og heldur uppi fjörinu eins og henni er einni lagið.

Karlmönnunum verður svo hleypt inn í sjóðheitt fjörið á miðnætti og verður dansað fram á “bleika” nótt.

 

Forsíðumynd: pixabay