Opnaður hefur verið nýr vefur: Nám og störf, þar sem nálgast má á einum stað upplýsingar um námskosti á sviði starfsmenntunar, námssamninga og starfskynningar og fleira gagnlegt fyrir þá sem vilja kynna sér starfsmenntun. Síðan inniheldur einnig efni fyrir náms- og starfsráðgjafa og kennara.

Evrópsk starfsmenntavika sem fram fór í síðustu viku miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun.

Forsíðumyndin er skjáskot úr myndbandi á vefnum namogstorf.is

 

 

Heimild: stjornarradid.is