Sunnudaginn 1. maí 2022 kl. 14.30 mun Brynja Baldursdóttir vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Bók – List – Bók.

Allir eru velkomnir og boðið verður uppá kaffiveitingar. Bók – List – Bók. Brynja ræðir um bókverk, bókahönnun og nýjustu lágmyndir sínar.

Brynja Baldursdóttir (f. 1964) stundaði nám við Myndlista og Handíðaskóla íslands 1982-1986. Hún stundaði Mastersnám við Royal College of Art í Lundúnum 1987-1989 og Ph.D nám við sama skóla 1989-1993. Brynja hefur sýnt víða hér heima og erlendis. Eftir hana liggur fjöldi bókverka, bæði bóklistaverk og hannaðar bækur. Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir grafíska bókahönnun ásamt því að vera tilnefnd til Menningarverðlauna DV 1993 fyrir bóklist.

Book – Art – Book. Brynja will be talking about book-work, book design and her recent bas relief work.
Brynja Baldursdóttir (born 1964) studied at MHÍ 1982-1986. She graduated with an MA from The Royal College of Art in London 1987-1989 and then studied for a PH.D at the RCA 1989-1993. Brynja has exhibited numerous times in Iceland and abroad. She has created large number off works, both Book-art and graphic book design, been awarded for her design and also nominated for the 1993 DV Cultural Awards for her book-art. 

Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð, Norðurorka, KEA og Aðalbakarí styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Myndir/aðsendar