Jimmy Wallster er nýr aðstoðarframkvæmdarstjóri hjá Sigló Veitingum sem reka veitingastaðina Hannes Boy, Rauðku og Sunnu á Siglufirði.

Jimmy sem er 32 ára gamall er framreiðslumaður að mennt, en hann útskrifaðist úr Hótel og veitingaskólanum í Jakobsberg í Stokkhólmi.  Jimmy og konan hans Sólrún Guðjónsdóttir fluttu á Siglufjörð í ágúst í fyrra, ásamt syni þeirra sem nýorðinn er 1 árs, en hann byrjaði í leikskóla í janúar s.l..  Jimmy er fæddur og uppalin í Stokkhólmi í Svíþjóð og Sólrún er frá Tálknafirði á Vestfjörðum.

Þannig hefst grein sem veitingageirinn.is birti nýlega.