Nú líður að hinni árlegu ferð félagsmiðstöðvarinnar Neons á Samfestinginn og Söngkeppni Samfés sem haldin er í Laugardalshöll í Reykjavík. Ferðin er nýtt til allskonar hópeflis fyrir unglingana. Farið hefur verið í bíó, skemmtigarð o.s.frv.

Unglingar í Neon munu ganga í hús og óska eftir stuðningi bæjarbúa til ferðarinnar dagana 13.-15. mars nk. Á móti vilja unglingar rétta íbúum hjálparhönd og fyrirhugað er að vikan 11.-15.mars verði Góðgerðarvika.

Góðverkin geta verið í formi:

  • Setja í poka fyrir fólk í búðinni og bera vörur út í bíl
  • Moka úr tröppum
  • Fara út með hundinn
  • Vaska upp á kaffistofum
  • Þvo glugga
  • Týna rusl i bænum
  • Taka þátt í félagsstarfi eldri borgara
  • Hjálpa til í stofnunum/fyrirtækjum

Fyrirtækjum sem þiggja góðverk er frjálst að styrkja unglingana til ferðarinnar.