Grunnskólakennara vantar til starfa við Grunnskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða 100% stöðu umsjónarkennara á yngra stigi.

Upplýsingar veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is eða síma 865-2030.

Umsóknum skal skila í síðasta lagi 17. ágúst á netfangið erlag@fjallaskolar.is.
Með umsókn skal skila ferilskrá. Umsækjandi þarf að gefa leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga.

Grunnskóli Fjallabyggðar er heildstæður grunnskóli með ríflega 200 nemendur og starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólaakstur er milli byggðarkjarna. Í skólanum er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og unnið gegn einelti samkvæmt Olweusaráætlun. Skólinn er í samstarfi við Tröppu ráðgjöf ehf. um þróun fjölbreyttra kennsluhátta.

Nánari upplýsingar um skólann má finna: Hér