Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vill sóttvarnarlæknir vegna mislingafaraldurs bólusetja mjög markvisst. Bólusetningarátak á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu vegna mislinga hefur gengið afar vel og um helgina voru um 500 manns bólusettir á Austurlandi og um 2500 á höfuðborgarsvæðinu. Von er á meira bóluefni til landsins um miðja þessa viku.

Áfram verður bólusetning í boði á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu fyrir forgangshópa en það eru:

Allir sem eru óbólusettir og fæddir á bilinu 1. janúar 1970 – 1. september 2018 (6 mánaða – 49 ára)

Þeir einstaklingar sem útsettir hafa verið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi.

Sem stendur er bóluefni dreift samkvæmt ákvörðun sóttvarnarlæknis og ekkert komið til dreifingar  á Norðurlandi vegna forgangsröðunar annað. Það er því ekki hægt að bólusetja neina á heilsugæslustöðvum HSN sem stendur, nema örfáa sem búið var að bóka í bólusetningu. Um leið og breyting verður á dreifingu bóluefnis og það berst stöðva Heilbrigðisstofnunar Norðurlands  verður það tilkynnt.

Af vef HSN