Hópur fólks kom saman á Rammatúni við minnisvarðann um drukknaða og týnda sjómenn kl. 13.30 á sjómannadaginn á Siglufirði.

Blómsveigur var lagður við minnisvarðann og Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar flutti ávarp.

Þá voru sjómennirnir Baldur Bóasson sem lést 16. febrúar síðastliðinn og Júlíus Árnason heiðraðir fyrir störf sín til sjós.

Síðan var slysavarnadeildin Vörn með kaffisölu á Rauðku.

Meðfylgjandi myndir tóku Birgitta Þorsteinsdóttir og Jóhanna Hauksdóttir.

Forsíðumynd/ Birgitta Þorsteinsdóttir