Laugardaginn 26. mars sl. fóru félagsmenn sem eru lífeyrisþegar í boði Einingar-Iðju á leikritið Í fylgd með fullorðnum sem Leikfélag Hörgdæla sýnir á Melum í Hörgárdal. Um 100 félagsmenn og makar þáðu boðið og skelltu sér á sýninguna sem var hin besta skemmtun.

Fyrir sýningu var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð í Þelamerkurskóla.

Í fylgd með fullorðnum er nýtt leikrit eftir Pétur Guðjónsson sem Leikfélag Hörgdæla frumsýndi fyrr í mars. Um er að ræða verk sem byggt er á lögum og textum Bjartmars Guðlaugssonar um Sumarliða og hans fólk, sem nánast hvert mannsbarn þekkti á árum áður og margir muna enn.

Mynd/Eining-Iðja