Með vísan til ákvörðunar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verður 184. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar streymt beint í dag kl. 17:00.

Íbúum og öðrum áhugasömum gefst kostur á að fylgjast með fundinum beint á netinu.

Hægt er að sjá útsendinguna með tvennum hætti, annars vegar með því að sækja sérstakt forrit og hins vegar með beinni slóð. Ef smellt er hér neðar birtast valmöguleikarnir.

Bein útsending frá bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar.

Þráðurinn opnast þegar fundur hefst.

Ef þú vilt ekki hala niður Office Teams þá smellir þú á (“Watch on the web instead”) – “horfa á vefnum í staðinn” – (Sjá mynd) þegar komið er inn á slóðina fyrir fundinn.

Sjá nánar á fjallabyggd.is