Nýverið var tilkynnt um úthlutanir úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020 til viðhalds og viðgerða á friðlýstum og friðuðum húsum.

Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð 2020 var 283, en veittir voru 228 styrkir. Úthlutað var 304.000.000 kr., en sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna.

Tvö hús í Fjallabyggð hlutu styrki í flokknum friðuð hús og mannvirki.

Það eru húsin, Pálshús að Strandgötu 2 í Ólafsfirði, sem hlaut 1.6 milljón og Jóakimshús að Aðalgötu 20 á Siglufirði, sem hlaut 200.000 þúsund.

Umsækjendur um framlög úr húsafriðunarsjóði eru sveitarfélög, sjálfseignarstofnanir, félagasamtök, áhugamannahópar og einstakir húseigendur.