Stóri Plokkdagurinn 24. apríl – Áskorun til íbúa og fyrirtækja í Fjallabyggð

Stóri plokkdagurinn er sannarlega orðin einn af vorboðunum á Íslandi. Fyrst kemur lóan, svo plokkið og svo hreinna land. Plokk á Íslandi heldur út virkum hópi á samfélagsmiðinum Facebook þar sem um sjö þúsund meðlimir deila myndum af sínu plokki og sinni útivist. Þar er plokktímabilið 2022 sannarlega hafið. Þrátt fyrir samkomubann í fyrra tókst dagurinn frábærlega og nú er unnið að skipulagi plokks um allt land þennan síðasta laugardag aprílmánaðar. 

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 24. apríl nk. Fjallabyggð mun taka þátt og leggur til poka sem aðgengilegir verða áhugasömum Plokkurum í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði dagana fyrir Plokkdaginn mikla og á Plokkdaginn sjálfan. Opnunartímar íþróttamiðstöðva er að finna hér.

Íbúar og vinir Fjallabyggðar eru hvattir til að taka virkan þátt í Stóra Plokkdeginum og tína plast og pappa annað rusl sem fallið hefur til frá íbúum, framkvæmdum eða þungaflutningum innan marka sveitarfélagsins. 

Söfnunarstaðir í Fjallabyggð verða eftirfarandi:

Ólafsfjörður:
Túnið við íþróttamiðstöðina (hjá ærslabelgnum)
Brennusvæðið vestan ós

Siglufjörður:
Malarvöllurinn

Facebooksíða Plokk á Íslandi