Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin um Verslunarmannahelgina á Akureyri. Bærinn iðar af lífi og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Landsþekktir söngvarar og hljómsveitir stíga á stokk, tívolí verður á Samkomuhúsflötinni, skógardagur í Kjarnaskógi og Sparitónleikarnir á sunnudagskvöld verða á sínum stað, bara svo fátt eitt sé nefnt.

Skipuleggjendur hátíðarinnar hvetja bæjarbúa til að skreyta hús og götur með rauðu yfir hátíðina, og fólk er hvatt til að klæðast rauðu, smella af sér mynd og merkja á Instagram með myllumerkinu #rauttak. Verðlaun eru í boði fyrir bestu myndirnar.

Allar nánari upplýsingar um skemmtanir í bænum er að finna á heimasíðunni Ein með öllu.