Vegagerðin hefur óskað eftir leyfi til breytinga á framkvæmdum við efsta hluta Skarðsvegar. Breytingin felur í sér hækkun vegarins um 5 metra frá upphaflegri áætlun.

Vegagerðin óskar eftir heimild til þess að opna námu við enda bílaplansins. Áætluð efnisþörf er 28.000 m3.

Yfirlitsmynd af svæðinu.
Mynd/Fjallabyggð

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkti erindið með fjórum atkvæðum.

Helgi Jóhannsson sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:

Verið er að hækka bílastæði og veginn að því um 5 metra til að minnka hæðabilið á milli bílastæðis og væntanlegs skíðaskála. Til þess þarf að stækka efnisnámu á svæðinu og taka úr henni 28.000 rúmmetra. Það finnst mér mikið í lagt og aukning á kostnaði og ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist í verkið. Það hlýtur að vera hægt að leysa aðkomumál á auðveldari hátt og ódýrari og minnka þar með rask á svæðinu.