Dumlefudge 

  • 3 dl rjómi
  • 3 dl sykur
  • 1 dl sýróp
  • 50 g smjör
  • 140 g Dumlekaramellur
  • 1 handfylli litlir sykurpúðar
  • maldonsalt

Setjið rjóma, sykur og sýróp í pott. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið sjóða þar til blanda nær 120° (það má líka nota kúluprófið, þ.e. setja smá af blöndunni í kalt vatnsglas og þegar það gengur að móta kúlu úr blöndunni þá er hún tilbúin).

Takið pottinn af hitanum og hrærið smjörinu saman við þar til það hefur bráðnað. Hrærið hakkaðar Dumlekaramellur saman við þar til blandan er slétt.

Hrærið að lokum sykurpúða varlega saman við (þeir eiga ekki að bráðna) og hellið blöndunni í form sem hefur verið klætt með bökunarpappír (form sem er 20 x 20 cm). Stráið maldonsalti yfir.

Látið kólna áður en skorið niður í bita. Geymið í ísskáp.

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit