Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. janúar 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Þjóðveginn í gegnum Dalvík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið nær yfir vegstæði þjóðvegar nr. 82, þar sem hann liggur gegnum þéttbýlið á Dalvík frá þéttbýlismörkum á Skíðabraut í suðri, um Hafnarbraut og Gunnarsbraut og að bænum Mó í norðri. Vegalengdin er um 2,3 km og eru á vegkaflanum fjöldi gatnamóta auk aðkomum að lóðum sem liggja að götunni.

Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Dalvíkur við Goðabraut á Dalvík frá 21. febrúar til 5. mars 2022. Skjölin eru aðgengileg hér fyrir neðan.

Greinargerð
Uppdráttur 1
Uppdráttur 2

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulags- og tæknifulltrúa í síðasta lagi þriðjudaginn 5. mars 2022 annað hvort á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsinu, 620 Dalvík eða á netfangið helgairis@dalvikurbyggd.is