Mikil snjókoma hefur verið á Tröllaskaga og víða um land að undanförnu. Margvísleg óþægindi geta stafað af snjósöfnun eins og til dæmis óæskileg snjósöfnun á húsþökum.

Björgunarsveitirnar Strákar á Siglufirði og Tindur í Ólafsfirði aðstoðuðu húseiganda við að ryðja snjó af húsþaki í Ólafsfirði. Eins og segir á facebook færslu Björgunarsveitarinnar er öryggi björgunarsveitarmanna alltaf haft í forgangi og voru reyndir fjallaklifrarar sveitarinnar fengnir til verksins.

Myndir/Björgunarsveitin Strákar