Sú hækkun örorkulífeyris sem boðuð er frá og með áramótum, felst fyrst og fremst í því hvernig framfærsluuppbót er reiknuð út.

Framfærsluuppbót er flokkur greiðslna með heimild í lögum um félagslega aðstoð.

Sú hækkun sem boðuð er nú, er sérstaklega sniðin að þeim sem ekki hafa aðrar atvinnutekjur, þar með taldar lífeyristekjur, og njóta framfærslu uppbótar. Vegna þessarar aðferðar, nær þessi hækkun ekki til þeirra sem ekki búa á Íslandi.

Sú breyting er gerð að í stað þess að tekjutrygging komi að fullu til frádráttar við útreikning framfærsluuppbótar, verði 95% tekjutryggingar til frádráttar við útreikning framfærslu uppbótar.

Breytingin skilar tekjulægstu öryrkjunum tæplega 8000 króna viðbótarhækkun á mánuði. Hér eru ráðstöfunartekjur, þ.e. upphæðir eftir skatt. Að viðbættum 3.6% almennri hækkun almannatrygginga um áramót, um þessi hópur fá um 19.500 króna hækkun ráðstöfunartekna, á mánuði.

Þessi aðgerð nær til um 7.800 lífeyrisþega, það er, þeir sem fá hámarkshækkun. Það er um 36% allra öryrkja. Þetta er sá hópur sem engar aðrar tekjur hafa en almannatryggingar.

Sjá nánar hér: ÖBI

Mynd/pixabay