Á 37. fundi stjórnar Hornbrekku var deildarstjóra félagsmáladeildar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar falið að leggja fyrir bæjarráð uppfært rekstraryfirlit Hornbrekku 2023.

Rekstraryfirlit var lagt fram til kynningar á 816. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð lýsti þar yfir áhyggjum með fjárhagsstöðu Hornbrekku og telur mikilvægt að brugðist verði við til þess að tryggja að ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar hjá stofnuninni.

Mikilvægt er að tekjur stofnanna líkt og Hornbrekku, sem koma frá ríkisvaldinu, haldi í við verðlagsþróun og taki tillit til þjónustuþarfar á hverjum tíma. Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins til ríkisvaldsins og þingmanna kjördæmisins.

Bæjarráð vekur athygli að á næstu dögum hefst mannauðsúttekt þar sem unnið verður markvisst að því með starfsfólki stofnunarinnar til þess að greina hvað hægt sé að gera t.d. til þess að sporna við háum fjarveru- og veikindakostnaði.