Gærurnar, sem er hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga, gáfu nýverið ný fortjöld til Félagsheimilis Hvammstanga.

Fortjöldin eru sérframleidd í Bretlandi samkvæmt ströngustu kröfum um eldvarnir og hljóðvist, endingu og ljósmengunarútilokun.

Svið félagsheimilisins er mikið notað fyrir sviðslistir hverskonar, til að mynda til uppsetninga leikverka og söngleikja, þar eru tónleikar haldnir og skemmtanir hverskonar. Sviðið fékk á dögunum andlitslyftingu þegar það var málað svart, sem er í samrými við það sem gerist almennt í leikhúsum og svo var bæði hljóðkerfi hússins og ljósabúnaður endurnýjaður.

Það er því mikill fengur fyrir Félagsheimilið að hafa fengið ný fortjöld og kunnum við Gærunum miklar þakkir fyrir.

Leó Örn Þorleifsson tók við tjöldunum fyrir hönd stjórnarinnar

Frétt og myndir: aðsent