Í dag, 10. apríl, opnar nýr pizzastaður – Pizzabakarinn – við Aðalgötu 26 á Siglufirði. Í tilefni opnunarinnar verður boðið upp á sérstök opnunartilboð frá klukkan 18:00 til 22:00.
Fyrstu dagana verður opið frá 10. til 20. apríl. Þá verður lokað á öðrum í páskum svo starfsfólkið geti notið sín í páskafríinu. Fastur opnunartími verður svo kynntur síðar.
Gestir geta annað hvort komið í Pizzabakarann og borðað á staðnum eða tekið pizzurnar með sér. Netpantanir verða einnig í boði á næstu vikum, og verður það auglýst þegar þar að kemur.
Pizzabakarinn deilir húsnæði með Aðalbakaríi, sem verður opið til kl. 16:00 yfir vorið. Pizzastaðurinn opnar síðan kl. 18:00. Yfir sumarið verður bakaríið opið frá kl. 08:00 til 16:00 og Pizzabakarinn tekur svo við frá kl. 18:00 til 22:00.
Rekstraraðilar Pizzabakarans eru matreiðslumaðurinn Theodór Dreki Árnason og eiginkona hans Tinna Björk Ingvarsdóttir. Theodór segir pizzuna byggja á súrdeigi sem er þróað og unnið frá grunni í bakaríinu.
Sjá nánar á Veitingageirinn.is
Mynd/Veigingageirinn.is