Aldís Ólöf Júlíusdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og flutti ásamt eiginmanni sínum og fimm börnum á aldrinum 4 – 15 ára til Siglufjarðar fyrir fimm árum síðan. Fjölskyldan hafði verið búsett í Keflavík og langað til að koma í minna samfélag. Systir Aldísar, Rúna Júlíusdóttir, bjó einnig á Siglufirði á þessum tíma og hafði það sitt að segja að fjölskyldan valdi Siglufjörð. Eiginmaður Aldísar heitir Óskar Óskarsson og börnin fimm heita Júlíus Rúnar, Hulda Karen, Dagný Rós, Óskar Þór og Eldey Ólöf. Þau kunna ákaflega vel við sig á Siglufirði og hafa hug á því að vera hér áfram.

Aldís hóf vinnu í Kjörbúðinni árið 2016 og hefur kunnað vel við sig í vinnu þar. Hún leysti fráfarandi verslunarstjóra af í veikindum hans og fórst það vel úr hendi. Þegar Samkaup auglýsti eftir nýjum verslunarstjóra í Kjörbúðinni á Siglufirði, í upphafi árs, ákvað Aldís að sækja um stöðuna ásamt átta öðrum umsækjendum. Var hún valin úr hópnum og hóf störf strax. Finnst henni nýja starfið mjög skemmtilegt og jafnframt krefjandi. Hefur hún ýmsar smávægilegar breytingar í huga og hefur þegar aukið við vöruúrvalið á almennum vörum og heilsuvörum. Í Kjörbúðinni starfa 12 um manns bæði í fullu starfi og hluta starfi.

Alltaf nóg að gera

Samkaup hf reka um 50 verslanir víðsvegar um landið og er eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Íslandi. Verslanir Samkaupa spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til hverfisverslana í íbúðahverfum. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúð, Úrval og Strax. Staða Samkaupa er sterk utan höfuðborgarsvæðisins en félagið rekur einnig verslanir í Reykjavík og nágrenni. Eigendur Samkaupa eru þúsundir félagsmanna í Kaupfélagi Suðurnesja, Kaupfélagi Borgfirðinga og Kea ásamt nokkur hundruð beinna hluthafa.

Aðspurð svaraði Aldís því til þegar hún var spurð hvað henni fyndist skemmtilegast í vinnunni var hún fljót til svars “ennþá finnst mér skemmtilegast að raða í hillur” enda ber búðin þess merki, það er ákaflega snyrtilegt og vel raðað í alla rekka og hillur.

 

Snyrtilegt að koma inn í Kjörbúðina

Hún er mjög ánægð með samstarfsfólk sitt og leggur áherslu á að leyfa hverjum og einum að njóta sín með því að deila ábyrgð. Hún segir samstarfsfólkið sitt alveg yndislegt og hafa staðið á bakvið sig eins og klettur.

 

Kjörbúðin á Siglufirði

 

Ásamt því að vera í krefjandi vinnu með stórt heimili fer Aldís 6 sinnum í viku í ræktina og hennar uppáhald þar er að lyfta lóðum.  Ásamt þessu öllu á Aldís og rekur rekur saumafyrirtæki sem heitir Krílaklæði sem hún stofnað árið 2013. Hannar hún og saumar barnaföt sem hún hefur til sölu bæði í Siglósport og á netinu. Hún segist sauma á kvöldin í stað þess að horfa á sjónvarpið svo það eru allar stundir notaðar til hins ýtrasta hjá þessari kraftmiklu konu. Sjá nánar um Krílaklæði: Hér

 

Aldís Ólöf hannar, saumar og selur barnaföt

Aldís nefndi það að hún hefði aldri búist við því að fimm árum eftir að hún flutti á Siglufjörð væri hún orðin verslunarstjóri með öll þessi börn, en þetta hefðist allt með góðri skipulagningu og að gefa sjálfri sér tíma til að stunda líkamsrækt. Nýjasta sportið er að fara á skíði en þar hafa börnin betur í færni enn sem komið er.

 

Fallegt buff og smekkur frá Krílaklæðum

 

Hannað og saumað af Ólöfu