Menntaskólinn á Tröllaskaga fer ekki troðnar slóðir þegar kemur að kennslu. Í síðustu viku litu nemendur í tölfræði upp úr kennslubókunum og skoða Skittlestölfræði.

Verkefninu er ætlað að setja námsefnið, þ.e. tölfræðina, í aðeins skemmtilegra samhengi.

Hvort það hefur tekist skal ósagt látið. Mörgum nemendum hefur reynst erfitt að sleppa alveg bókinni og vera sjálfstæð í dæmagerð og útreikningum.

Ingu kennara hefur hins vegar fundist þetta mjög  „gefandi“ enda mikið af Skittles í boði.

Mynd/Gísli Kristinsson