Eins og kom fram í frétt á Trölla.is á föstudaginn er Björgunarsveitin Strákar að selja nýja geisladiskinn “Pikkað upp úr poppfarinu” sem Leó R. Ólason er að gefa út.

Félagar úr Strákum hafa verið staðsettir við veitingahúsið Torgið og boðið gestum og gangandi diskinn til sölu. Að sögn þeirra hefur salan gengið vel enda skemmtilegir sölumenn þar á ferð.

Í gær þegar fréttaritari átti leið fram hjá sölutjaldinu var Siglfirðingurinn Inga Guðmundsdóttir að festa kaup á disknum og var boðið upp í dans í kaupbæti. Hún að sjálfsögðu þáði það og tók Þorsteinn Sveinsson nokkra snúninga með henni undir fjörugri tónlist af disknum.

Verður diskurinn til sölu í dag inni eða við veitingarhúsið Torgið og fá þeir sem vilja eflaust dans í kaupbæti.

Gengið frá kaupunum

 

Inga Guðmundsdóttir ánægð með kaupin

 

Diskurinn kostar 3.500 kr. og rennur andvirðið að stórum hluta til björgunarsveitarinnar.