Í dag kl. 18:00 – 20:00 koma Siglfirðingar saman víðs vegar um bæinn og grilla saman. Er það einn líður í Síldarævintýrinu sem hefst í dag.

Mikil eftirvænting hefur skapast í bænum og hefur vel tekist til með þennan dagskrálið.

Það eru Kjarnafæði, Aðalbakarí og Kjörbúðin sem gefa íbúum grunninn að skemmtilegri grillveislu með pylsum, pylsubrauðum og hefðbundnu meðlæti með pylsunum en öllum er velkomið að bæta við einhverju á grillin.


Staðsetningar voru alveg settar í hendur íbúa Siglufjarðar og óskað eftir yfirgrillurum.

Þetta er útkoman – Miðað við það sem stýrihópur Síldarævintýris hafa haft fregnir af.

Eyrarflöt – Yfirgrillarar Ella og Óli

Norðurtún – Yfirgrillarar Jón Karl og Hjalti Gunnars – Grillað á Norðurtúni 3

Hafnargata/Hafnartún – Yfirgrillarar Geiri og Tóti (Grillað á svæðinu milli Óla Matta og Freysteins)

Laugarvegur – Yfirgrillarar Bryndís og Sævar, Ásta Rós og Óli og Óli Natan. Grillað við leikvöllinn

Suðurgata – Yfirgrillarar Hulda og Boggi og Guðrún og Skarphéðinn – Grillað við Suðurgötu 50

Hverfisgata suður og Hávegur mið – Yfirgrillari Doddi Bjarna Grillað á Hverfisgötunni

Eyrin – Yfirgrillari Halldór Hilmars – Fyrir framan veitingastaðinn Torgið

Græna hverfið – Yfirgrillari Sóley og Óli  og Hemmi og Hrönn. Komið saman á malarvellinum.

Fossvegur, Ártún, Hólavegur (Blái), Hlíðarvegur (Blái) og Hvanneyrarbraut að hluta – Yfirgrillari Ómar Óskars – Komið saman við leikvöllinn á Fossvegi.

Túngata, Þormóðsgata (að norðan), Mjóstræti og hluti Hvanneyrarbrautar – Yfirgrillarar Alli Adda, Daníel Gunn og Unnar. – Komið saman í Mjóstræti.

 

Björgunarsveitin Strákar verður með söfnunarílát fyrir dósir og aðrar drykkjarumbúðir með skilagjaldi á fjölmennustu grillstöðunum. Ef fleiri vilja styrkja sveitina má endilega safna slíku saman í poka á grillstöðunum og björgunarsveitin mun svo nálgast þá.


Forsíðumynd: Ingvar Erlingsson