Nú stendur yfir könnun á búsetusögu, lífsgæðum og fyrirætlunum um framtíðarbúsetu í bæjum og þorpum með færri en 2.000 íbúa eins og Trölli.is sagði frá á dögunum. Sjá frétt: Hvernig er að búa í Ólafsfirði eða Siglufirði.

Það sárvantar fleiri svör frá Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og Hrísey.

Tilgangur könnunarinnar er að auka skilning á sérstöðu og áskorunum þessara byggðarlaga og styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.

Við þurfum a.m.k. 30% svörun í viðkomandi byggðarlögum hverjum landshluta og höfum nú þegar náð tæpum 24% á landsvísu. Það styttist því í lok gagnasöfnunarinnar.

Í norðanverðum Eyjafirði er svörunin hins vegar aðeins um 16% að meðaltali. Svörunin hefur verið frábær í Grímsey og á Grenivík en okkur vantar mun fleiri svör frá öllum öðrum byggðakjörnum.

Sömuleiðis vantar fleiri svör frá íbúum af erlendum uppruna, en aðeins örfá svör hafa borist við pólskum og enskum spurningalistum.

Öll hjálp væri afar vel þegin – til dæmis með því að hnippa í vini og kunningja í þessum byggðarlögum eða jafnvel deila könnuninni inn á facebook síður einstakra byggðakjarna.

KÖNNUNIN Á ÍSLENSKU: www.byggdir.is
SURVEY IN ENGLISH: www.byggdir.is/english
ANKIETA W JĘZYKU POLSKIM:www.byggdir.is/polski