Athöfnin þar sem íþróttamaður Fjallabyggðar var útnefndur og gerð var grein fyrir vali á besta og efnilegasta íþróttafólki hverrar greinar var rafræn í ár og send út á facebook síðu UÍF í kvöld, miðvikudaginn 9. febrúar.

Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður var kosinn íþróttamaður Fjallabyggðar fyrir árið 2021.

Trölli.is birtir nánari frétt um aðrar útnefningar á morgun.

Athöfnin fór fram í Kiwanissalnum á Siglufirði og voru þeir einungis viðstaddir sem tilnefndir voru í einstökum íþróttagreinum ásamt boðsgestum og þeim sem komu að framkvæmd athafnarinnar.

Það voru Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem stóðu að athöfninni líkt og undanfarin ár. 

Mynd/skjáskot úr beinni útsendingu