Nokkuð góð kosningaþátttaka hefur verið í íbúakosningu um fræðslustefnu í Fjallabyggð nú um miðja dag.

Alls eru 1596 á kjörskrá, á Siglufirði eru 955 á kjörskrá og í Ólafsfirði 641.  Áætlaður kostnaður vegna Fjallabyggðar vegna kosninganna eru um 2.000.000 króna.
Íbúakosningin verður staðarkosning í tveimur kjördeildum, Ráðhúsi Fjallabyggðar 2. hæð og Menntaskólanum á Tröllaskaga.  Hægt er að kjósa á milli kl. 10:00-20:00. Utanatkvæðagreiðslu lauk í gær.

Brynja Árnadóttir

Spurt er:
Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?

Valkostir:
Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 haldi gildi sínu.

Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi á ný
.

Kjörstjórn að störfum

Atkvæði verða talin að loknum kjörfundi. Þegar kjörstjórn hefur lokið talningu verður niðurstaða íbúakosningar birt á heimasíðu Fjallabyggðar.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir