Boðað er til opins fundar um nýja nálgun í vegagerð í Félagsheimilinu Hvammstanga í dag, þriðjudaginn 4. október kl. 20.30.

Dagskrá:

  1. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs Húnaþings vestra opnar fundinn.
  2. Haraldur Benediktsson alþingismaður hefur framsögu og kynnir tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes, til eflingar samfélags og byggðar.
  3. Gísli Gíslason nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi og fv. stjórnarformaður Spalar – fjallar um samstarf um samgönguframkvæmdir.

Allir velkomnir.