Mynd/Veðurstofan

Í nótt og snemma í fyrramálið snjóar á fjallvegum eins og Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Steingrímsfjarðarheiði. Krapi á Vatnsskarði og Þverárfjalli og líklega einnig smá föl eða hálka á Öxnadalsheiði. 

Veðurstofa Íslands spáir norðan 5-13 m/s, en 10-18 um landið vestanvert. Rigning víða um land og hiti 5 til 10 stig. Talsverð úrkoma á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og slydda eða snjókoma á fjallvegum á þeim slóðum í kvöld og bætir heldur í vind. Kólnar víða.

Allhvöss vestlæg átt um landið austanvert á morgun, en lægir vestantil. Rigning á láglendi fyrir norðan, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt að mestu annars staðar. Hiti 2 til 9 stig, mildast við suðurströndina.

Á fimmtudag:
Norðvestan og vestan 5-13 m/s, hvassast við norðurströndina. Rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnantil. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.

Gefnar hafa verið út gular viðvaranir:

Vestfirðir

Talsverð eða mikil rigning (Gult ástand)

4 okt. kl. 16:00 – 5 okt. kl. 09:00

Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni.Sjá meiraMerkja sem lesið

Slydda eða snjókoma á fjallvegum (Gult ástand)

4 okt. kl. 21:00 – 5 okt. kl. 11:00

Allhvöss norðanátt (13-18 m/s) með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum.Sjá meiraMerkja sem lesið

Strandir og Norðurland vestra

Talsverð eða mikil rigning (Gult ástand)

4 okt. kl. 17:00 – 5 okt. kl. 19:00

Talsverð eða mikil rigning. Búast má við vexti í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni.Sjá meiraMerkja sem lesið

Slydda eða snjókoma á fjallvegum (Gult ástand)

4 okt. kl. 23:00 – 6 okt. kl. 00:59

Norðvestan 10-18 m/s með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda eða snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði.

4. October, 08:30

Tonight and in the early morning there is forecast snow on higher roads from Borgar toward Vestfirðir and the north part of Iceland.