Á fundi Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar þann 7. ágúst s.l. var tekið fyrir erindi frá Sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar.

2. 1908002 – Erindi frá Sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar

Erindi frá Sjómannadagsráði Sjómannafélags Ólafsfjarðar lagt fram til kynningar. Sjómannadagsráð óskar eftir að árlegur styrkur Fjallabyggðar til hátíðarinnar sé færður inn í samning til allt að þriggja ára. Markaðs- og menningarnefnd lítur jákvæðum augum á erindið og vísar því til bæjarráðs.

 

Heimild: fundargerð Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar.