Fiskidagurinn mikli á Dalvík var settur í 19. sinn kl. 18:00 í dag að viðstöddu fjölmenni.

Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla hóf gleðskapinn með setningarræðu, kærleiks, gleði og vinafánum var dreift til barna og fullorðinna, hljómsveitin Angurværð flutti nokkur lög, Ljótu hálfvitarnir komu fram í allri sinni dýrð og skemmtu sér og öllum viðstöddum.

Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins

Hátíðaræðu Fiskidagsins 2019 flutti Sigurður Þorri Gunnarsson, fulltrúi hinsegin daga.  Friðrik Ómar, Gyða og karlaraddir úr Dalvíkurbyggð fluttu lagið “Mamma”. Að lokum var að venju risaknús sem lagði línurnar fyrir helgina.

Fjöldi manns mætti

Nú eru bæði heimamenn og gestir að gera sig klára í fiskisúpuna sem hefst kl. 20:15.

Sigurður Þorri Gunnarsson, fulltrúi hinsegin daga

 

Gleði og vinafánum var dreift til barna og fullorðinna

 

Angurværð flutti nokkur lög

 

.