Vegleg gjöf

Stjórn Skíðafélags Ólafsfjarðar kom færandi hendi á Leikhóla í gær og færði leikskólanum fjögur pör af gönguskíðum og skóm sem henta eldri árgöngum leikskólans.

Með þessari gjöf vill Skíðafélag Ólafsfjarðar kynna gönguskíðaíþróttina fyrir börnunum og gefa öllum færi á að prófa gönguskíði.  

Börnin tóku þessari gjöf fagnandi og skiptust á að fara á skíði í útiverunni. Nýja leikskólalóðin hentar mjög vel til gönguskíðaiðkunar þannig að það var líf og fjör hjá unga skíðafólkinu í gær.

Þessi góða gjöf mun auka enn á fjölbreytni í vetrarstarfi og útivist leikskólabarnanna og er þakka börn og starfsfólk Skíðafélagi Ólafsfjarðar kærlega fyrir gjöfina.

Börnin voru ánægð með gönguskíðin

Myndir af vefsíðu Fjallabyggðar.