Fimmtudaginn 12. janúar nk. býður dýralæknir skráðum hunda- og kattaeigendum í sveitarfélaginu Skagafirði upp á hreinsun gæludýra í Áhaldahúsinu, Borgarflöt 27 á Sauðárkróki.

Kattahreinsun verður frá kl. 16:00 til 17:00 og hundahreinsun frá kl. 17:00 til 18:00.

Hreinsunin er innifalin í verði gæludýraskráningar og stendur skilvísum gæludýraeigendum til boða.