Miðvikudaginn 14. desember verður bólusett í Fjallabyggð, en síðan ekki aftur fyrr en eftir áramót.

Fyrstu bólusetningu gegn covid þarf að panta sérstaklega þar sem notað er annað bóluefni en við örvunarbólusetningarnar.
Bólusetning gegn influensu fyrir áhættuhópa verður í boði sömu daga.

Gefa má influensu-bólusetningu samtímis covid-bólusetningu annars þurfa að líða a.m.k. tvær vikur á milli.

Athugið að börn á aldrinum 6 mánaða til 2,5 árs teljast nú með í forgangshópnum (sjá neðar).

Athugið að þeir sem eru ekki í áhættuhópi þurfa að bíða eftir Inflúensu-bólusetningunni þar til ljóst er hvort til er nægt bóluefni.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensu- bólusetningar:
Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Barnshafandi konur. Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Með hliðsjón af reynslu á suðurhveli á nýafstöðnu inflúensutímabili þar hefur sóttvarnalæknir ákveðið að útvíkka forgangshópa sem fá inflúensubóluefni sér að kostnaðarlausu á yfirstandandi inflúensutímabili til barna á aldrinum 6 mánaða til 2,5 árs.

Bólusetningar gegn mænusótt og barnaveiki fyrir þá sem hyggja á ferðalög erlendis og yfir 10 ár eru frá síðustu bólusetningu, verða í boði, en panta þarf þær sérstaklega.

Tímapantanir í síma:
432-4300 (Siglufjörður)
432-4350 (Ólafsfjörður).