Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga sem völdu táknmálsáfanga í miðannarvikunni hafa kynnst samfélagi og menningu heyrnarlausra í gegnum íslenska táknmálið.

Þau lærðu grunninn í samskiptum á táknmáli eins og að kynna sig, skiptast á grunnupplýsingum og halda uppi einföldu samtali.

Þá fengu þau líka að spreyta sig á að læra og syngja dægurlög á táknmáli.

Áfanganum lauk með nokkurskonar “partý tíma” með leikjum þar sem aðeins var talað táknmál.

Nemendur fengu líka tækifæri til að spyrja um táknin sem þau voru forvitin um en voru kannski ekki í námsefninu.

Leiðbeinandi í áfanganum var Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, táknmálstúlkur hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Myndir

Forsíðumynd: MTR