Í dag verður þátturinn Tíu Dropar sendur út beint frá Studio 3 í Noregi.

Stjórnendur þáttarins að þessu sinni verða þau Palli og Helga, þar sem hin “Tröllahjónin” Gunnar Smári og Kristín Sigurjóns eru á ferð og flugi þessa dagana.

Þátturinn verður engu að síður nokkuð heimilislegur og frekar skemmtilegur þar sem stjórnendur stefna að því að vera þau sjálf öðru fremur.

Að öðru leyti er óljóst þegar þetta er ritað hvernig þátturinn verður nákvæmlega, svo hlustendur eru eindregið hvattir til að fylgjast með og heyra með eigin eyrum hvernig fer.

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla á sunnudögum kl. 13.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is