Andri Hrannar Einarsson

Okkar ástkæri landsstjóri Undralandsins, Andri Hrannar Einarsson er 50 ára í dag.

Hann ætlar ekki að breyta út af vananum og mætir kl. 13:00 að vanda og skemmtir hlustendum eins og honum einum er lagið í þætti sínum Undralandið.

Andri Hrannar tekur á móti gestum í hljóðveri FM Trölla að Túngötu 5 á milli 13:00 – 16:00 í kaffi og afmælistertu.

Trölli.is óskar honum innilega til hamingju með stórafmælið og megi næstu 50 árin veita gæfu og gleði.

P.s. fréttin er ekki aprílgabb!

Forsíðumynd: úr einkasafni