Á  598. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram fram erindi Unnar Maríu Máneyjar Bergsveinsdóttur, fh. Húlladúllunnar dags. 16.03.2019 þar sem Fjallabyggð er boðin þátttaka í verkefninu Fjölskyldusirkushelgar í Eyþingi. Helgarnar fela í sér tveggja daga kennslu, alls 12 klukkustundir, þar sem þátttakendur fá að prófa hinar ýmsu sirkuslistir og sirkusáhöld undir leiðsögn tveggja kennara.

Markmiðið er að halda kostnaði fyrir þátttakendur í lágmarki og bjóða 2.000 króna skráningargjald fyrir hvern þátttakanda fyrir helgina. Óskað er eftir fríum afnotum af íþróttahúsi eða öðrum hentugum sal til þess að kenna í. Stuðningi sveitarfélagsins, ef af verður, verður getið á væntanlegri vefsíðu verkefnisins og í allri kynningu. Verkefnið Fjölskyldusirkushelgarnar er unnið undir formerkjum heilsueflandi nálgunar og hlaut nýlega styrki frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Norðurorka.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags, 20.03.2019 þar sem fram kemur að óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af íþróttahúsi eina helgi, 6 klst á laugardegi og 6 klst á sunnudegi. Unnur Máney óskar frekar eftir því að vera í íþróttahúsinu í Ólafsfirði og er helgin 4.- 5. maí laus en einnig kemur til greina að halda námskeiðið í september. Kostnaður vegna afnota á íþróttasal í 12 klst. er kr. 96.000 og rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2019. Þær klukkustundir sem sirkushátíðin fellur utan opnunartíma sundlaugarinnar þyrfti einn starfsmaður að vera á vakt. Deildarstjóri mælir með að sveitarfélagið styrki viðburðinn þar sem um heilsueflandi viðburð er að ræða sem eykur fjölbreytni og úrval á hreyfingu og frístundir fyrir börn og fullorðna.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið Fjölskyldusirkushelgar í Eyþingi um endurgjaldslaus afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði og vísar kostnaði kr. 96.600 í viðauka nr. 5/2019 við deild 06810, lykill 9291. Viðaukanum verður mætt með hækkun á tekjum þannig að liður 06510 – 0254 hækki um kr. 96.600.