Á laugardaginn standa ÖBÍ og Efling að sameiginlegum fundi um málefni tekjulægstu hópanna undir titlinum

„Skattbyrði og skerðingar“ 

um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum.

Framsögu flytur Stefán Ólafsson, sérfræðinur hjá Eflingu. Að því búnu verða pallborðsumræður með Þuríði Hörpu Sigurðardóttur formanni ÖBÍ, Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Bergþóri Heimi Þórðarsyni öryrkja og dyraverði.

———-

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands samþykkti nýlega að ganga til aðgerða til að fá „krónu á móti krónu“ skerðinguna afnumda og ná aftur fjármunum sem teknir hafa verið af fólki vegna hennar.

Ætla má að ríkissjóður taki með þessum hætti til sín tæplega fjóra milljarða króna á ári úr vösum öryrkja. Stjórn ÖBÍ minnir á að allt launafólk er skyldugt til að borga í lífeyrissjóð. Því má spyrja hvort hér sé um að ræða beina eignaupptöku í mörgum tilvikum.

Ein hugmynd stjórnvalda er að taka upp “starfsgetumat”, en sú hugmynd hefur fengið mikla gagnrýni frá ÖBÍ og er meðal annars vitnað í reynslu Dana.

“Algert flopp” að mörgu leyti sagði Lars Midtiby, framkvæmdastjóri Danske Handicaporganisationer á vel sóttu málþingi ÓBÍ á dögunum.

 

Facebook viðburðurinn hér