Síðastliðinn miðvikudag var undirritaður samningur milli Blaksambandsins og Genís um heiti á 1. deild karla og kvenna fyrir komandi tímabil.

Deildin mun bera nafnið Benecta-deildin á þessu tímabili en það voru þau Andri Hnikarr Jónsson, stjórnarmaður BLÍ og Gunnhildur Róbertsdóttir markaðsstjóri Genís sem gengu frá samningum fyrir báða aðila í gær.

Genís. hf sem staðsett er á Siglufirði er framleiðandi Benecta fæðubótarefnisins sem er eitt af framsæknustu nýjungunum í náttúrulegum fæðubótarefnum á Íslandi í dag. Nánari upplýsingar um Benecta má finna á www.benecta.is

Benecta-deild kvenna hefst á laugardaginn með leik Álftanes og HK B á Álftanesi en leikurinn hefst kl.15:30 og karlarnir hefja síðan leik á mánudagskvöldið þegar lið Hamars og HK B mætast í íþróttahúsinu í Hveragerði kl.20:00.

Nánari upplýsingar um Benecta-deildina má finna hér á vef Blaksambands Íslands.

Á forsíðumyndinni, sem er af bli.is, má sjá Hnikarr og Gunnhildi handsala samninginn.